Grillaðar lambakótilettur með kryddblöndu og sýrðum rauðlauk

Grillaðar lambakótilettur
Grillaðar lambakótilettur með kryddblöndu og sýrðum rauðlauk

Hráefni

Grillaðar lambakótilettur með kryddblöndu og sýrðum rauðlauk
 1.2 kg lambakótilettur
 240 ml hrein jógúrt
 1 tsk. svartur pipar, nýmalaður
 1 tsk. kóríander, malaður
 1 ½ tsk. kummin
 1 tsk. paprika
 ½ tsk. kanill
 ½ tsk. kardimomma
 1-2 tsk. sjávarsalt
 1 rauðlaukur, skorinn í mjög þunnar sneiðar
 ½ hnefafylli steinselja, söxuð smátt
 ½ hnefafylli kóríander, skorinn smátt
 1 ½ msk. sítrónusafi, nýkreistur
 2 tsk. sumac
 60 g heslihnetur, ristaðar, afhýddar og skornar gróft

Leiðbeiningar

Grillaðar lambakótilettur með kryddblöndu og sýrðum rauðlauk
1

Setjið jógúrt, svartan pipar, kóríander, kummin, papriku, kanil og kardimommu í stóra skál og blandið. Þerrið lambið og saltið á báðum hliðum. Veltið kjötinu upp úr kryddleginum, setjið filmu yfir skálina og kælið í a.m.k. 2 klst. eða allt að 12 klst.

2

Blandið rauðlauk, steinselju, kóríander, sítrónusafa og sumac í skál ásamt örlitlu salti, látið til hliðar þar til fyrir notkun. Látið kjötið standa við stofuhita í 1 klst. fyrir eldun.

3

Hitið grill á miðlungsháum hita. Penslið grillið með olíu og grillið lambið í u.þ.b. 3 mín. á hvorri hlið og látið hvíla í 5-10 mín. áður en það er borið fram. Setjið kjötið á fat, stráið heslihnetum yfir, berið fram með rauðlaukssalati og auka meðlæti að eigin vali.

Deila uppskrift