Grillaðar lambakótilettur með kryddblöndu og sýrðum rauðlauk
Grillaðar lambakótilettur
- 2 klst
- 4-6
Hráefni
Grillaðar lambakótilettur með kryddblöndu og sýrðum rauðlauk
1.2 kg lambakótilettur
240 ml hrein jógúrt
1 tsk. svartur pipar, nýmalaður
1 tsk. kóríander, malaður
1 ½ tsk. kummin
1 tsk. paprika
½ tsk. kanill
½ tsk. kardimomma
1-2 tsk. sjávarsalt
1 rauðlaukur, skorinn í mjög þunnar sneiðar
½ hnefafylli steinselja, söxuð smátt
½ hnefafylli kóríander, skorinn smátt
1 ½ msk. sítrónusafi, nýkreistur
2 tsk. sumac
60 g heslihnetur, ristaðar, afhýddar og skornar gróft
Leiðbeiningar
Grillaðar lambakótilettur með kryddblöndu og sýrðum rauðlauk
1
Setjið jógúrt, svartan pipar, kóríander, kummin, papriku, kanil og kardimommu í stóra skál og blandið. Þerrið lambið og saltið á báðum hliðum. Veltið kjötinu upp úr kryddleginum, setjið filmu yfir skálina og kælið í a.m.k. 2 klst. eða allt að 12 klst.
2
Blandið rauðlauk, steinselju, kóríander, sítrónusafa og sumac í skál ásamt örlitlu salti, látið til hliðar þar til fyrir notkun. Látið kjötið standa við stofuhita í 1 klst. fyrir eldun.
3
Hitið grill á miðlungsháum hita. Penslið grillið með olíu og grillið lambið í u.þ.b. 3 mín. á hvorri hlið og látið hvíla í 5-10 mín. áður en það er borið fram. Setjið kjötið á fat, stráið heslihnetum yfir, berið fram með rauðlaukssalati og auka meðlæti að eigin vali.