Grillaðar lambakótilettur með rauðu karrí og strengjabaunasalati
- 20 mín
- 4

Hráefni
Leiðbeiningar
Setjið kókosmjólk, 50 g af karrímauki, 1 msk. af límónusafa, ½ tsk. af salti og ¼ tsk. af pipar í stóra skál og hrærið saman.
Setjið lambakótilettur í skálina og veltið upp úr kryddleginum. Látið standa í 15 mín.
Sjóðið baunirnar í 2 mín. í söltu vatni, hellið vatninu frá og setjið strax í skál með köldu vatni til að stöðva eldunina.
Setjið olíu, sykur, restina af karrímaukinu og límónusafanum í skál og hrærið saman.
Þerrið baunirnar og veltið þeim upp úr sósunni ásamt rauðlauk, vorlauk og kóríander, bragðbætið með salti og pipar og setjið til hliðar.
Hitið grill eða grillpönnu og hafið á miðlungsháum hita. Grillið kjötið í 3-4 mín. á hvorri hlið fyrir medium-rare eða lengur eftir smekk. Berið fram með baunasalati og sítrónubátum til að kreista yfir.