Grillaðar lambakótilettur með rauðu karrí og strengjabaunasalati

Grillaðar lambakótilettur með rauðu karrí
Grillaðar lambakótilettur

Hráefni

 850 gr lambakótilettur
 200 ml kókosmjólk
 100 g rautt karrí mauk
 60 ml límónusafi, nýkreistur
 u.þ.b. 1 tsk. sjávarsalt
 u.þ.b. ½ tsk. svartur pipar, nýmalaður
 1 msk. ólífuolía
 1 tsk. sykur
 300 g snjóbaunir
 250 g strengjabaunir
 1 rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
 4 vorlaukar, skornir í þunnar sneiðar
 ½ hnefafylli kóríander, skorinn gróft
 sítrónubátar, til að bera fram með

Leiðbeiningar

1

Setjið kókosmjólk, 50 g af karrímauki, 1 msk. af límónusafa, ½ tsk. af salti og ¼ tsk. af pipar í stóra skál og hrærið saman.

2

Setjið lambakótilettur í skálina og veltið upp úr kryddleginum. Látið standa í 15 mín.

3

Sjóðið baunirnar í 2 mín. í söltu vatni, hellið vatninu frá og setjið strax í skál með köldu vatni til að stöðva eldunina.

4

Setjið olíu, sykur, restina af karrímaukinu og límónusafanum í skál og hrærið saman.

5

Þerrið baunirnar og veltið þeim upp úr sósunni ásamt rauðlauk, vorlauk og kóríander, bragðbætið með salti og pipar og setjið til hliðar.

6

Hitið grill eða grillpönnu og hafið á miðlungsháum hita. Grillið kjötið í 3-4 mín. á hvorri hlið fyrir medium-rare eða lengur eftir smekk. Berið fram með baunasalati og sítrónubátum til að kreista yfir.

Deila uppskrift