Grillaðar lambakótelettur með tómatpestói

Ljúffeng uppskrift úr smiðju Úlfars Finnbjörnssonar úr júlí tölublaði Gestgjafans.

Pottur og diskur

Hráefni

 8 heilar lambakótelettur
 2 msk. olía
 salt
 nýmalaður pipar
 Penslið kótelettur með olíu og kryddið með pipar og salti. Grillið á meðalheitu grilli í 2-3 mín. á hvorri hlið. Penslið þá kóteletturnar með tómatpestói og grillið áfram í 1 mín. á hvorri hlið. Berið fram með afganginum af tómatpestóinu og t.d. grilluðu grænmeti og kartöflum.
 

Tómatpestó:

 2 ½ dl sólþurrkað tómatpestó
 2 msk. balsamedik
 2-3 hvítlauksgeirar
 7 basilíkublöð eða 2 tsk. þurrkuð
 1 tsk. nýmalaður pipar
 1 dl olía
 Setjið allt nema olíu í matvinnsluvél og maukið vel saman. Hellið þá olíunni í mjórri bunu í vélina og látið hana ganga á meðan.
 
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson

Leiðbeiningar

Deila uppskrift