Grillaðar lambakótelettur með klettakálssalsa

Einfald og ódýrt og frábært til þess að vekja grill-sumars-stemninguna. 

Pottur og diskur

Hráefni

 8 lambakótelettur
 4 msk. olía
 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
 1-2 tsk. tímíanlauf
 salt og nýmalaður svartur pipar

Leiðbeiningar

1

Penslið kótelettur með olíu og kryddið með hvítlauk, tímíani, salti og pipar.

Grillið á vel heitu grilli í 3-5 mín. á hvorri hlið.

Berið fram með klettakálssalsa og t.d. grilluðu grænmeti og bökuðum kartöflum.

2

Klettakálssalsa:

3

1/3 poki klettakál, smátt saxað
1 rauðlaukur, smátt saxaður
¼ paprika, skorin í litla teninga
2 tómatar, skornir í litla teninga
½-1 chili-aldin, steinlaust og smátt saxað
1-2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
rifinn börkur af 1 límónu, ysta lagið
safi úr 1 límónu
½ dl olía
salt og nýmalaður pipar

Setjið allt í skál og blandið vel saman.

4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson Stílisti: Guðrún Vaka Helgadóttir

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​