Grillaðar lambakótelettur með klettakálssalsa

Einfald og ódýrt og frábært til þess að vekja grill-sumars-stemninguna. 

Pottur og diskur

Hráefni

 8 lambakótelettur
 4 msk. olía
 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
 1-2 tsk. tímíanlauf
 salt og nýmalaður svartur pipar

Leiðbeiningar

1

Penslið kótelettur með olíu og kryddið með hvítlauk, tímíani, salti og pipar.

Grillið á vel heitu grilli í 3-5 mín. á hvorri hlið.

Berið fram með klettakálssalsa og t.d. grilluðu grænmeti og bökuðum kartöflum.

2

Klettakálssalsa:

3

1/3 poki klettakál, smátt saxað
1 rauðlaukur, smátt saxaður
¼ paprika, skorin í litla teninga
2 tómatar, skornir í litla teninga
½-1 chili-aldin, steinlaust og smátt saxað
1-2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
rifinn börkur af 1 límónu, ysta lagið
safi úr 1 límónu
½ dl olía
salt og nýmalaður pipar

Setjið allt í skál og blandið vel saman.

4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson Stílisti: Guðrún Vaka Helgadóttir

Deila uppskrift