Grillaðar lambakótelettur með eggaldinsalati

Norður-Afríkubúar eru hrifnir af lambakjöti eins og við Íslendingar. Þeir eru líka sólgnir í svið eins og við hér heima. Kanill, chilimauk og kummin eru krydd sem þeir nota mikið og hér eru nokkrar uppskriftir sem laða fram góða bragðið af okkar frábæra lambakjöti. Hér er ein frábær úr júní tölublaði Gestgjafans 2011.

Pottur og diskur

Hráefni

 12 lambakótelettur
 2 msk. olía
 2 msk. sítrónusafi
 1 tsk. paprika
 1 tsk. harissa-kryddmauk (fæst í krukkum)

Leiðbeiningar

1

Raðið lambakótelettum á bakka. Blandið saman olíu, sítrónusafa, papriku og harissa-mauki og penslið kóteletturnar báðum megin með blöndunni, látið þær bíða í 30 mín. Grillið kóteletturnar síðan á báðum hliðum.

2

Eggaldinsalat:

3

2 eggaldinolía til að pensla með
50 g furuhnetur, ristaðar
½ rauð paprika, mjög smátt söxuð
3-4 msk. ólífuolía
hnefafylli ferskt tímían

Skerið eggaldin í sneiðar og penslið þær með olíu. Grillið eggaldinsneiðarnar, skerið þær í bita og setjið í skál. Blandið furuhnetum, papriku, ólífuolíu og tímían saman við og smakkið til með salti og pipar. Setjið salatið á fat og raðið kótelettunum ofan á.

4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Sigríður Björk Bragadóttir Myndir: Bragi Jósepsson Stílisti: Guðrún Hrund Sigurðardóttir

Deila uppskrift