Grillaðar lambaframhryggjarsneiðar

Lambaframhryggur er góður biti og vel fitusprengdur, þannig að kjötinu hættir síður við að þorna en ýmsum öðrum bitum. Gott að gefa þeim langan tíma á grillinu við fremur vægan hita.  Uppskrift úr smiðju Úlfars Finnbjörnssonar, matreiðslumeistara sem birtist í Grillblaði Gestgjafans 2007.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 1/2 kg lambaframhryggjarsneiðar
 2 msk. olía
 salt og pipar
 Hjúpur:
 1 msk. hunang
 1 msk. sinnep
 1 msk chili-sósa
 1 msk. sojasósa
 3 hvítlauksgeirar, pressaðir
 1 dl olía
 1 tsk. ny´malaður svartur pipar

Leiðbeiningar

1

Setjið allt í skál og blandið vel saman.

Penslið kjötið með olíu og kryddið með salti og pipar.

Grillið á meðalheitu grilli í 7-8 mín. á hvorri hlið.

Penslið þá kjötið með hjúpnum og grillið í 2-3 mín. í viðbót.

Berið kjötið fram með afganginum af hjúpnum og t.d. bökuðum kartöflum og grilluðu grænmeti.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​