Grillaðar lambasteikur

með kryddsmjöri og hrásalati
grillaðar lamba innralærissteikur

Hráefni

Grillaðar lamba steikur
 400 gr. lambasteikur, mínútusteikur eða aðrar nettar sneiðar
 4 msk. ferskur sítrónusafi
 4 tsk. sítrónubörkur
 1 1/2 tsk. saxað ferskt rósmarín
 2 hvítlauksgeiri, saxaður
 Nýmulinn svartur pipar
 200 ml. repjuolía
Kryddsmjör
 160 gr. mjúkt smjör
 2 msk. fersk steinselja
 2 msk. ferskt estragon
 2 msk. ferskur graslaukur
 2 msk. dijon sinnep
 2 msk. korna sinnep
Salat með rauðkáli og fennel
 4 bollar rauðkál skorið í þunnar sneiðar
 2 stk. fennel í þunnum sneiðum
 1 grænt epli
 2 msk. rifin fersk piparrót
 4 msk. repjuolía
 2 msk. eplaedik

Leiðbeiningar

Grillaðar lambasteikur
1

Blandið sítrónusafa, sítrónuberki,rósmarín og hvítlauk í matvinnsluvél ásamt olíunni.

2

Kryddið með salti og svörtum pipar. Marinerið kjötið í blöndunni í a.m.k. 10 mín.

3

Grillið í 2 mínútur á hvorri hlið, hvílið í 5 mín og berið fram.

Kryddsmjör
4

Blandið saman í skál, setjið á bökunarpappír og rúllið upp í sívalning og kælið. Skorið í mátulega bita við notkun.

Salat með rauðkáli og fennel
5

Blandað og smakkað til með salti og pipar, má gjarnan bíða fyrir notkun í kæli yfir nótt.

Deila uppskrift