Grillaðar lambasteikur

með kryddsmjöri og hrásalati
grillaðar lamba innralærissteikur

Hráefni

Grillaðar lamba steikur
 400 gr. lambasteikur, mínútusteikur eða aðrar nettar sneiðar
 4 msk. ferskur sítrónusafi
 4 tsk. sítrónubörkur
 1 1/2 tsk. saxað ferskt rósmarín
 2 hvítlauksgeiri, saxaður
 Nýmulinn svartur pipar
 200 ml. repjuolía
Kryddsmjör
 160 gr. mjúkt smjör
 2 msk. fersk steinselja
 2 msk. ferskt estragon
 2 msk. ferskur graslaukur
 2 msk. dijon sinnep
 2 msk. korna sinnep
Salat með rauðkáli og fennel
 4 bollar rauðkál skorið í þunnar sneiðar
 2 stk. fennel í þunnum sneiðum
 1 grænt epli
 2 msk. rifin fersk piparrót
 4 msk. repjuolía
 2 msk. eplaedik

Leiðbeiningar

Grillaðar lambasteikur
1

Blandið sítrónusafa, sítrónuberki,rósmarín og hvítlauk í matvinnsluvél ásamt olíunni.

2

Kryddið með salti og svörtum pipar. Marinerið kjötið í blöndunni í a.m.k. 10 mín.

3

Grillið í 2 mínútur á hvorri hlið, hvílið í 5 mín og berið fram.

Kryddsmjör
4

Blandið saman í skál, setjið á bökunarpappír og rúllið upp í sívalning og kælið. Skorið í mátulega bita við notkun.

Salat með rauðkáli og fennel
5

Blandað og smakkað til með salti og pipar, má gjarnan bíða fyrir notkun í kæli yfir nótt.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​