Grillaðar lærissneiðar með kryddjurtum

Yfirleitt er best að skera lærissneiðarnar fremur þykkt, ekki síst ef á að grilla kjötið. Bragðmiklar kryddjurtirnar ásamt ólífuolíu, sítrónu og hvítlauk gefa kjötinu einkar góðan keim.

Pottur og diskur

Hráefni

 4 lærissneiðar, þykkt skornar
 3 msk ólífuolía
 1 msk timjan, ferskt, saxað, eða 1 tsk þurrkað
 2 tsk rósmarín, ferskt, saxað, eða 0.5 tsk þurrkað
 0.5 tsk basilíka, þurrkuð
 2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
 rifinn börkur af 1 sítrónu
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Lærissneiðarnar e.t.v. fitusnyrtar svolítið. Allt hitt hrært saman í skál, lærissneiðunum velt upp úr leginum og þær látnar liggja í allt að hálftíma við stofuhita eða lengur í kæli. Grillið hitað. Sneiðarnar teknar úr leginum og grillaðar við meðalhita eftir smekk, gjarna í um 5 mínútur á hvorri hlið. Snúið einu sinni.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​