Grillaðar lærissneiðar með austurlensku grænmeti
Einföld uppskrift að lambalærissneiðum sem marineraðar eru í austurlenskum kryddlegi áður en þær eru grillaðar á útigrilli eða í ofni og bornar fram með léttsteiktu grænmeti.
- 4
Leiðbeiningar
Lærissneiðarnar settar á disk. Sojasósu, hunangi, sítrónusafa, hvítlauk og engifer blandað saman og hellt yfir. Látið standa í a.m.k. 1 klst og kjötinu snúið öðru hverju. Grænmetið látið þiðna að mestu. Útigrill eða grillið í ofninum hitað og lærissneiðarnar grillaðar við góðan hita í um 5 mínútur á hvorri hlið. Penslað með kryddlegi eftir þörfum. Á meðan er olían hituð í wok eða á pönnu og grænmetið veltisteikt við háan hita í nokkrar mínútur. Afganginum af kryddleginum hellt yfir (ef enginn afgangur er mætti hræra 1 msk af sojasósu saman við grænmetið) og sesamfræjunum stráð yfir. Borið fram með kjötinu.