Grillaðar kótilettur með karrígljáa
Kótilettur eiga einkar vel heima á grillinu en það getur verið gott að skera dálítið af fitunni í burtu. Best er að þær séu nokkuð þykkar. Þessar hér eru dálítið austurlenskar, með súr-sætum karrígljáa.
- 4
Leiðbeiningar
Kótiletturnar snyrtar og fituhreinsaðar að hluta. Lítil panna hituð, karríinu stráð á hana og síðan er olíu, ediki, hunangi, hvítlauk, pipar og salti hrært saman við. Hitað að suðu og síðan tekið af hitanum og látið kólna ögn. Kótiletturnar penslaðar vel á báðum hliðum með blöndunni. Grillaðar við meðalhita í 3-5 mínútur á hvorri hlið, eftir smekk. Stráið e.t.v. svolitlu sesamfræi yfir kótiletturnar um leið og þær eru teknar af grillinu.
Afganginn af kryddleginum má setja í pott ásamt 1 smátt söxuðum lauk, 50 g af rúsínum og 1 söxuðu epli og láta malla í 10-12 mínútur. Þetta er svo borið fram sem kryddmauk með lambinu, ásamt kúskús eðasoðnum hrísgrjónum og léttsoðnu eða grilluðu grænmeti.