Grillaðar hvítlaukskótelettur

Það vantar ekki hvítlaukskeiminn af þessum grilluðu kótilettum. Hér er notað hvítlauksmauk úr krukku í kryddmaukið sem smurt er á þær en einnig mætti nota nýpressaðan hvítlauk, hrærðan með dálítilli olíu.

Pottur og diskur

Hráefni

 8-12 kótilettur
 1 sítróna
 2 msk hvítlauksmauk úr krukku
 1 msk engifer, saxaður smátt
 1 tsk timjan, þurrkað
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Kótiletturnar e.t.v. fitusnyrtar svolítið. Börkurinn rifinn af sítrónunni og safinn kreistur úr helmingi hennar. Hvítlauksmauki, engifer, timjani og pipar blandað saman við safann og börkinn og kótiletturnar smurðar með blöndunni. Látið standa í nokkrar klukkustundir í kæli. Grillið hitað, kótiletturnar saltaðar og síðan grillaðar við meðalhita í 4-6 mínútur á hvorri hlið. Snúið öðru hverju.

Deila uppskrift