Grillað lambaprime – með ananas og sætum kartöflum

Grillað lambaprime – með ananas og sætum kartöflum
Pottur og diskur

Hráefni

 4 bitar lambaprime
 Marineringarlögur
 100 gr púðursykur
 10 gr salt
 1 lítri vatn
 rósmarínstilkur
 1 hvítlaukur (heill)
 2 stk negulnaglar
 4 stilkar lemmongras
 4 einiber
 10 svört piparkorn
 Meðlæti
 1 miðlungsstór ananas
 750 gr sætar kartöflur
 1 búnt kerfill (nota helming)
 80 gr súrar smágúrkur
 Vinagrette (sósa)
 1 msk Dijonsinnep
 1 dl ólífuolía
 1 msk sérríedik (eða balsamedik)
 salt á hnífsoddi
 hinn helmingurinn af kerfilnum

Leiðbeiningar

1

Blandið öllu saman í löginn. Sjóðið og kælið. Leggið kjötið í löginn og látið liggja í 4 klst. Takið upp úr, stingið lemmongrasinu í gegnum kjötið og grillið.

2

Sneiðið ananas og grillið.

3

Skrælið kartöflur, brytjið í teninga og sjóðið í 20 mín. Gætið þess að vatnið nái bara rétt yfir kartöflurnar þegar hefja á suðu. Stappið þær svo gróflega og saltið. Kerfillinn er saxaður og helmingurinn settur út í, síðan gúrkurnar, fínt skornar saman við.

4

Útbúið vinagrette sósuna með því að píska saman edik og sinnep. Hellið svo olíunni saman við. Saltið. Pískið stöðugt þar til allt er komið saman.

Deila uppskrift