Grillað lambakonfekt með engifer og salthnetum

Grillað lambakonfekt
Grillað lambakonfekt með engifer og salthnetum

Hráefni

Grillað lambakonfekt með engifer og salthnetum
 800 g lambakonfekt
 4 msk. sojasósa
 4 msk. ólífuolía
 1 ½ msk. púðursykur
 2 msk. engifer, afhýtt og rifið niður
 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
 1 ½ msk. steinselja, söxuð smátt
 olía, til steikingar
 2-3 msk. salthnetur, skornar smátt

Leiðbeiningar

Grillað lambakonfekt með engifer og salthnetum
1

Setjið sojasósu, ólífuolíu, púðursykur, engifer og hvítlauk í litla skál og hrærið saman. Setjið kjötið í djúpt fat og hellið kryddleginum yfir, látið standa í 20-30 mín.

2

Hitið grill og hafið á háum hita. Penslið grillið með olíu og grillið kjötið í 2-3 mín. á hvorri hlið. Takið af hitanum, setjið á disk og sáldrið steinselju og salthnetum yfir. Berið fram með meðlæti að eigin vali.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​