Grillað lambainnralæri með kryddjurtapestó

Grillað lambainnralæri með kryddjurtapestó
Pottur og diskur

Hráefni

 800-1000 g lambainnlæri
 1 msk. sítrónusafi
 3 msk. olía
 1 tsk. rósmarínnálar, smátt saxaðar
 1 tsk. tímíanlauf
 2-3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
 salt og nýmalaður pipar

Leiðbeiningar

1

Penslið lambainnanlæri með sítrónusafa og olíu og kryddið með rósmaríni, tímíani, hvítlauk, salti og pipar.

Grillið á vel heitu grilli í 2 mín. á hvorri hlið eða þar til kjötið er orðið fallega brúnt.

Lækkið þá hitann á grillinu eða hækkið grillgrindina og grillið í 10-12 mín. í viðbót, snúið kjötinu reglulega á meðan.

Berið fram með kryddjurtapestó og t.d. grilluðu grænmeti, salti og kartöflum.

2

Kryddjurtapestó:

3

½ búnt basilíka
½ búnt steinselja
1 msk. tímíanlauf
1 msk. furuhnetur
1 msk. parmesanostur, rifinn
1 msk. sítrónusafi
1 msk. ljóst edik
1 msk. sykur
1 ½ dl olía
salt og nýmalaður pipar

Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel.

4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson Stílisti: Guðrún Vaka Helgadóttir

Deila uppskrift