Grillað lambainnanlæri með ólífusalsa

Grillað lambainnanlæri
Grillað lamba innanlæri með ólífusalsa

Hráefni

 1 kg lambainnanlæri
 1 msk. sítrónubörkur, rifinn fínt
 1 tsk. chili-flögur
 2 msk. oreganó, lauf skorin fínt
 1 msk. sjávarsalt
 60 ml ólífuolía
 8 lítil flatbrauð
 60 g grænar ólífur, steinlausar og grófskornar
 3 msk. kapers, grófskorið
 1 hnefafylli steinselja, skorin smátt
 ½ hnefafylli basilíkulauf, skorin
 100 g furuhnetur, ristaðar
 140 g hummus, til að bera fram með

Leiðbeiningar

1

Setjið sítrónu, chili-flögur og salt í litla skál og blandið. Dreypið 1-2 msk. af olíu yfir lambið og sáldrið saltblöndunni yfir allt kjötið.

2

Hitið grill eða grillpönnu og hafið á háum hita. Grillið lambið í u.þ.b. 4 mín. á hvorri hlið. Lækkið örlítið undir grillinu, setjið á lok og grillið kjötið í 4-5 mín. til viðbótar, eða þar til kjötið er eldað eftir smekk.

3

Takið lambið af hitanum og látið hvíla í a.m.k. 5 mín. áður en það er skorið. Penslið flatbrauðið með olíu og grillið í nokkrar sek. á hvorri hlið.

4

Setjið kapers, steinselju, basilíku, furuhnetur og restina af ólífuolíunni í skál og blandið. Skerið kjötið í sneiðar og berið fram með flatbrauði, ólífusalsa og hummus.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​