Grillað lambafille – fyllt með fetaosti, furuhnetum, spínati og apríkósum

Grillað lambafille – fyllt með fetaosti, furuhnetum, spínati og apríkósum
Pottur og diskur

Hráefni

 2 heil lambafille
 100 g fetaostur
 1 poki spínat
 100 g furuhnetur
 50 g apríkósur

Leiðbeiningar

1

Mótið holrými með því að troða trésleif í gegnum bita af lambafille, þannig að gat myndist endilangt.

Skolið spínatið og þerrið.

Steikið spínatið í ólífuolíu á pönnu, ásamt furuhnetum.

Þerrið á pappír.

Bætið fetaostinum saman við og blandið öllu vel saman í skál með höndunum.

Skerið apríkósur smátt niður og blandið saman við.

Kryddið með salti og pipar.

Setjið maukið síðan í sprautupoka og sprautið því inn í gatið á lambakjötinu.

Nú er það tilbúið beint á grillið í u.þ.b. 2 mín á hverri hlið (fjórar hliðar). Saltið og piprið kjötið eftir smekk.

Gangi ykkur vel!

Berið fram með fersku gænu salati , tómötum, blaðlauk, papriku og lárperu.

Deila uppskrift