Grillað lamba-prime með myntu- og kóríandersósu

Grillað lamba-prime með myntu- og kóríandersósu
Pottur og diskur

Hráefni

 3 msk. olía
 2 hvítlauksgeirar, pressaðir
 1 tsk. chili-flögur
 salt og nýmalaður pipar
 800-1000 g lamba-prime
 Blandið olíu, hvítlauk, chiliflögum, salti og pipar saman og penslið kjötið með kryddolíunni.
 Grillið kjötið á meðalheitu grilli í 6-8 mín. og snúið kjötinu reglulega á meðan.
 Berið kjötið fram með myntu- og kóríandersósunni og t.d. grilluðu grænmeti og kartöflum.
 

Myntu- og kóríandersósa:

 ½ búnt kóríander, smátt saxað
 ½ búnt mynta, smátt söxuð
 2-3 hvítlauksgeirar, pressaðir
 1 tsk. hunang
 1 tsk. sítrónusafi
 1 ½ dl sýrður rjómi
 1 ½ dl majónes
 salt og nýmalaður pipar
 Setjið allt í skál og blandið vel saman.
 
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson Stílisti: Guðrún Vaka Helgadóttir

Leiðbeiningar

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​