Grillað lamba-prime með myntu- og kóríandersósu
Grillað lamba-prime með myntu- og kóríandersósu
- 4

Hráefni
3 msk. olía
2 hvítlauksgeirar, pressaðir
1 tsk. chili-flögur
salt og nýmalaður pipar
800-1000 g lamba-prime
Blandið olíu, hvítlauk, chiliflögum, salti og pipar saman og penslið kjötið með kryddolíunni.
Grillið kjötið á meðalheitu grilli í 6-8 mín. og snúið kjötinu reglulega á meðan.
Berið kjötið fram með myntu- og kóríandersósunni og t.d. grilluðu grænmeti og kartöflum.
Myntu- og kóríandersósa:
½ búnt kóríander, smátt saxað
½ búnt mynta, smátt söxuð
2-3 hvítlauksgeirar, pressaðir
1 tsk. hunang
1 tsk. sítrónusafi
1 ½ dl sýrður rjómi
1 ½ dl majónes
salt og nýmalaður pipar
Setjið allt í skál og blandið vel saman.
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson Stílisti: Guðrún Vaka Helgadóttir