Grillað lamba-prime í BBQ-sósu
Það er ekkert íslenskt sumar án íslensks lambakjöts á grillið. Hérna er ljúffeng uppskrift eftir Úlfar Finnbjörnsson sem birtist í grillblaði Gestgjafans 2008.
- 4
Hráefni
2 msk. olía
800 g lamba-prime
1 msk. tímíanlauf
1 tsk. nýmalaður pipar
1 tsk. Maldon-salt
2 hvítlauksgeirar, pressaðir
1 dl BBQ-sósa
Leiðbeiningar
1
Setjið allt nema BBQ-sósu í skál og blandið vel saman.
Grillið kjötið á vel heitu grilli í 2-3 mín. á hvorri hlið.
Penslið þá kjötið með BBQ-sósunni og grillið í 1-2 mín. til viðbótar á hvorri hlið.
Berið kjötið fram með t.d. BBQ-sósu, bökuðum kartöflum, salati og grilluðu grænmeti. Eða skerið í minni bita og berið fram á fati sem smárétti.
2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson