Grillað lamba innlæri

með grilluðu spergilkáli og gremolata
grillað lamba innlæri með brokkolí

Hráefni

Grillað lamba innlæri með grilluðu brokkolí
 1 pk lamba innralæri u.þ.b. 300 gr
 3 msk repjuolía
 ½ brokkolí haus, skorinn gróft
Kartöflusalat
 400 gr soðið kartöflusmælki
 100 gr grænar ólífur
 2 msk kapers
 1 mks dijon
 1 msk hunang
 4 msk ólífuolía
 2 msk ítölsk steinselja
 Klípa af salti
Gremolata
 1 búnt ítölsk steinselja
 1 geiri hvítlaukur
 Sítrónubörkur af 2 sítrónum
Tómatasósa
 1 msk olía
 ½ laukur skorinn í teninga
 1 hvítlauksrif, smátt skorið
 2 pakkar ferskir konfekt tómatar
 1 stk hunang
 svartur grófmulinn pipar
 salt

Leiðbeiningar

Grillað lamba innanlæri með grilluðu brokkolí
1

Brúnið kjötið á heitu grilli í í tvær mínútur á hvorri hlið og setjið á efri hillu á grillinu, lækkið í meðalhita og lokið grillinu.

2

Eldið í u.þ.b. 20 mín þar til nær 64 °C í kjarnhita. Mælum ávallt með notkun á kjarnhitamæli!

3

Takið af grillinu og hvílið við stofuhita í 10 mín

4

Berið ríflegt magn af gremolata á kjötið áður en það er borið fram.

5

Grillið brokkolí og berið fram ásamt ferskri tómatasósu.

Gremolata
6

Saxið steinseljuna gróft, rífið hvítlauk og sítrónubörk á fínu rifjárni og blandið saman

Tómatasósa
7

Svitið lauk og hvítlauk á hægum hita í 2 mín.

8

Bætið tómötunum við og látið sjóða í 10 mín.

9

Bætið við hunangi og smakkið til með svörtum pipar og salti.

10

Maukið í matvinnsluvél.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​