Grillað lamba innrlæri

með grilluðu spergilkáli og gremolata
grillað lamba innlæri með brokkolí

Hráefni

Grillað lamba innlæri með grilluðu brokkolí
 1 pk lamba innralæri u.þ.b. 300 gr. fleiri bitar passa vel líka!
 3 msk repjuolía
 ½ brokkolí haus, skorinn gróft
Kartöflusalat
 400 gr soðið kartöflusmælki
 100 gr grænar ólífur
 2 msk kapers
 1 mks dijon
 1 msk hunang
 4 msk ólífuolía
 2 msk ítölsk steinselja
 Klípa af salti
Gremolata
 1 búnt ítölsk steinselja
 1 geiri hvítlaukur
 Sítrónubörkur af 2 sítrónum
Tómatasósa
 1 msk olía
 ½ laukur skorinn í teninga
 1 hvítlauksrif, smátt skorið
 2 pakkar ferskir konfekt tómatar
 1 stk hunang
 svartur grófmulinn pipar
 salt

Leiðbeiningar

Grillað lamba innanlæri með grilluðu brokkolí
1

Brúnið kjötið á heitu grilli í í tvær mínútur á hvorri hlið og setjið á efri hillu á grillinu, lækkið í meðalhita og lokið grillinu.

2

Eldið í u.þ.b. 20 mín þar til nær 64 °C í kjarnhita. Mælum ávallt með notkun á kjarnhitamæli!

3

Takið af grillinu og hvílið við stofuhita í 10 mín

4

Berið ríflegt magn af gremolata á kjötið áður en það er borið fram.

5

Grillið brokkolí og berið fram ásamt ferskri tómatasósu.

Gremolata
6

Saxið steinseljuna gróft, rífið hvítlauk og sítrónubörk á fínu rifjárni og blandið saman

Tómatasósa
7

Svitið lauk og hvítlauk á hægum hita í 2 mín.

8

Bætið tómötunum við og látið sjóða í 10 mín.

9

Bætið við hunangi og smakkið til með svörtum pipar og salti.

10

Maukið í matvinnsluvél.

Deila uppskrift