Grillað lamba innnlæri

með pistasíuraspi, vorlauk og sætkartöflumús
grillað innlæri með pistasíu raspi

Hráefni

Grillað innlæri
 2 x 200 gr innanlærisbitar
 2 msk ólífu olía
Sætkartöflustappa
 1-2 sætar kartöflur
 2 msk ólífu olía
 4 heilir hvítlauksgeirar
 100 ml rjómi
Pistasíuhjúpur
 50 gr pistasíur, saxaðar niður
 3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
 3 msk brauðraspur
 1 msk ólífu olía
 3 stilkar ferskt timjan, saxað
 1 sítróna, börkur og safi
 1 msk dijon sinnep
Grillaður vorlaukur
 3 Vorlaukar
 2 msk olía

Leiðbeiningar

Grillað innlæri
1

Penslið kjötið með olíu og kryddið með salti og pipar.

2

Grillið á miðlungs hita í rúmlega 2 mínútur á hvorri hlið. Látið hvíla í 5 mínútur áður en það er borið fram.

Sætkartöflustappa
3

Flysjið hýðið af sætu kartöflunum og skerið þær niður í bita.

4

Skolið bitana og þurrkið, setjið í ofnfast mót með hvítlauk og olíu.

5

Bakið á 180°C hita í 25 mínútur eða þar til sætu kartöflurnar eru mjúkir í gegn.

6

Færið yfir í skál og stappið. Bætið við rjóma og kryddið með salt og pipar.

Pistasíuhjúpur
7

Blandið öllum hráefnunum saman í skál og kryddið með salt og pipar.

Grillaður vorlaukur
8

Penslið laukinn með olíu og grillið á miðlungshita í 1 mínútu á hvorri hlið.

Deila uppskrift