Grillað lamba innnlæri

með pistasíuraspi, vorlauk og sætkartöflumús
grillað innlæri með pistasíu raspi

Hráefni

Grillað innlæri
 2 x 200 gr innanlærisbitar
 2 msk ólífu olía
Sætkartöflustappa
 1-2 sætar kartöflur
 2 msk ólífu olía
 4 heilir hvítlauksgeirar
 100 ml rjómi
Pistasíuhjúpur
 50 gr pistasíur, saxaðar niður
 3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
 3 msk brauðraspur
 1 msk ólífu olía
 3 stilkar ferskt timjan, saxað
 1 sítróna, börkur og safi
 1 msk dijon sinnep
Grillaður vorlaukur
 3 Vorlaukar
 2 msk olía

Leiðbeiningar

Grillað innlæri
1

Penslið kjötið með olíu og kryddið með salti og pipar.

2

Grillið á miðlungs hita í rúmlega 2 mínútur á hvorri hlið. Látið hvíla í 5 mínútur áður en það er borið fram.

Sætkartöflustappa
3

Flysjið hýðið af sætu kartöflunum og skerið þær niður í bita.

4

Skolið bitana og þurrkið, setjið í ofnfast mót með hvítlauk og olíu.

5

Bakið á 180°C hita í 25 mínútur eða þar til sætu kartöflurnar eru mjúkir í gegn.

6

Færið yfir í skál og stappið. Bætið við rjóma og kryddið með salt og pipar.

Pistasíuhjúpur
7

Blandið öllum hráefnunum saman í skál og kryddið með salt og pipar.

Grillaður vorlaukur
8

Penslið laukinn með olíu og grillið á miðlungshita í 1 mínútu á hvorri hlið.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​