Grillað, flatt lambalæri með kryddjurtum og hvítlauk

Það er ekkert íslenskt sumar án íslensks lambakjöts á grillið. Hérna er ljúffeng uppskrift eftir Úlfar Finnbjörnsson sem birtist í grillblaði Gestgjafans 2008.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambalæri
 2 msk. olía
 10 greinar tímían
 10 greinar rósmarín
 5 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
 1/2 tsk. Maldon-salt
 1 tsk. nýmalaður pipar

Leiðbeiningar

1

Sjá myndir af skref fyrir skref leiðbeiningum hér:
1. Skerið upp með lykilbeininu
2. Skerið á milli lykilbeins og lærleggs
3. Losið lykilbeinið frá
4. Skerið beggja vegna upp með lærleggnum
5. Losið lærlegginn frá
6. Penslið kjötið með olíu og kryddið á báðum hliðum með tímíani, rósmaríni. hvítlauk, salti og pipar. Setjið lærið á grillgrind
7. Lærið klárt á grillið. Grillið á milliheitu grilli í 15 – 20 mín á hvorri hlið.

2

Kryddjurtasósa:

3

3 dl sýrður rjómi
2 dl majónes
1 msk. hunang
2-4 hvítlauksgeirar, pressaðir
1 msk. tímíanlauf, smátt söxuð
1 msk. rósmarínnálar, smátt saxaðar
1 msk. basilíka, smátt söxu•
1/2 tsk. pipar
1 tsk. salt
1 msk. sítrónusafi

Setjið allt í skál og blandið vel saman. Berið fram með flatta lambalærinu.

4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​