Grillað, flatt lambalæri með kryddjurtum og hvítlauk

Það er ekkert íslenskt sumar án íslensks lambakjöts á grillið. Hérna er ljúffeng uppskrift eftir Úlfar Finnbjörnsson sem birtist í grillblaði Gestgjafans 2008.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambalæri
 2 msk. olía
 10 greinar tímían
 10 greinar rósmarín
 5 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
 1/2 tsk. Maldon-salt
 1 tsk. nýmalaður pipar

Leiðbeiningar

1

Sjá myndir af skref fyrir skref leiðbeiningum hér:
1. Skerið upp með lykilbeininu
2. Skerið á milli lykilbeins og lærleggs
3. Losið lykilbeinið frá
4. Skerið beggja vegna upp með lærleggnum
5. Losið lærlegginn frá
6. Penslið kjötið með olíu og kryddið á báðum hliðum með tímíani, rósmaríni. hvítlauk, salti og pipar. Setjið lærið á grillgrind
7. Lærið klárt á grillið. Grillið á milliheitu grilli í 15 – 20 mín á hvorri hlið.

2

Kryddjurtasósa:

3

3 dl sýrður rjómi
2 dl majónes
1 msk. hunang
2-4 hvítlauksgeirar, pressaðir
1 msk. tímíanlauf, smátt söxuð
1 msk. rósmarínnálar, smátt saxaðar
1 msk. basilíka, smátt söxu•
1/2 tsk. pipar
1 tsk. salt
1 msk. sítrónusafi

Setjið allt í skál og blandið vel saman. Berið fram með flatta lambalærinu.

4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson

Deila uppskrift