Grafið lamb

með rauðrófusósu
Pottur og diskur

Hráefni

Grafið lamb
 3 dl gróft salt
 2 msk. sykur
 1 msk. nítritsalt, má sleppa
 500 g lambafillet eða annar góður vöðvi, fitu- og sinalaus
 1 msk. rósmarín
 1 msk. tímían
 1 msk. basil
 1 msk. rósapipar
 1/2 msk. dillfræ
 1/2 msk. sinnepsfræ
Rauðrófusósa
 1 msk. dijon-sinnep
 1 tsk. worcestershire-sósa
 1 msk. hunang
 1-2 msk. balsamedik
 2 msk. rauðrófusafi
 salt
 nýmalaður svartur pipar
 1 1/2 dl olía

Leiðbeiningar

Grafið lamb
1

Blandið saman salti, sykri og nítritsalti og hyljið lambafillet með blöndunni.

2

Geymið við stofuhita í 3 1/2-4 klst. og skolið þá saltblönduna af.

3

Blandið öllu kryddi saman og veltið kjötinu upp úr því.

4

Geymið kjötið í kæli yfir nótt. Kjötið geymist vel í kæli í 7 daga.

Rauðrófusósa
5

Setjið allt nema olíu í skál og blandið vel saman.

6

Hellið olíunni saman við í mjórri bunu og hrærið vel í á meðan með písk.

7

Skerið kjötið í fallegar sneiðar og berið fram með rauðrófusósunni og blönduðu salati.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​