Grafið lamb með rauðrófusósu
Lambakjöt er hráefni sem flestum þykir gott og það er tilvalið að útbúa úr því fljótlega og góða rétti. Uppskrift frá Úlfari Finnbjörnssyni sem birtist í klúbbablaði Gestgjafans 2007.
- 4

Hráefni
Leiðbeiningar
Blandið saman salti, sykri og nítritsalti og hyljið lambafillet með blöndunni. Geymið við stofuhita í 3 1/2-4 klst. og skolið þá saltblönduna af. Blandið öllu kryddi saman og veltið kjötinu upp úr því. Geymið kjötið í kæli yfir nótt. Kjötið geymist vel í kæli í 7 daga.
Rauðrófusósa:
1 msk. dijon-sinnep
1 tsk. worcestershire-sósa
1 msk. hunang
1-2 msk. balsamedik
2 msk. rauðrófusafi
salt
nýmalaður svartur pipar
1 1/2 dl olía
Setjið allt nema olíu í skál og blandið vel saman. Hellið olíunni saman við í mjórri bunu og hrærið vel í á meðan með písk. Skerið kjötið í fallegar sneiðar og berið fram með rauðrófusósunni og blönduðu salati.
Lambakjöt er hráefni sem flestum þykir gott og það er tilvalið að útbúa úr því fljótlega og góða rétti t.d. þegar von er á klúbbfélögum. Þessi réttur er eftir Úlfar Finnbjörnsson og birtist í klúbbblaði Gestgjafans 2007.