Grafið lamb með rauðrófusósu

Lambakjöt er hráefni sem flestum þykir gott og það er tilvalið að útbúa úr því fljótlega og góða rétti. Uppskrift frá Úlfari Finnbjörnssyni sem birtist í klúbbablaði Gestgjafans 2007.

Pottur og diskur

Hráefni

 3 dl gróft salt
 2 msk. sykur
 1 msk. nítritsalt, má sleppa
 500 g lambafillet eða annar góður vöðvi, fitu- og sinalaus
 1 msk. rósmarín
 1 msk. tímían
 1 msk. basil
 1 msk. rósapipar
 1/2 msk. dillfræ
 1/2 msk. sinnepsfræ

Leiðbeiningar

1

Blandið saman salti, sykri og nítritsalti og hyljið lambafillet með blöndunni. Geymið við stofuhita í 3 1/2-4 klst. og skolið þá saltblönduna af. Blandið öllu kryddi saman og veltið kjötinu upp úr því. Geymið kjötið í kæli yfir nótt. Kjötið geymist vel í kæli í 7 daga.

Rauðrófusósa:
1 msk. dijon-sinnep
1 tsk. worcestershire-sósa
1 msk. hunang
1-2 msk. balsamedik
2 msk. rauðrófusafi
salt
nýmalaður svartur pipar
1 1/2 dl olía

Setjið allt nema olíu í skál og blandið vel saman. Hellið olíunni saman við í mjórri bunu og hrærið vel í á meðan með písk. Skerið kjötið í fallegar sneiðar og berið fram með rauðrófusósunni og blönduðu salati.

2

Lambakjöt er hráefni sem flestum þykir gott og það er tilvalið að útbúa úr því fljótlega og góða rétti t.d. þegar von er á klúbbfélögum. Þessi réttur er eftir Úlfar Finnbjörnsson og birtist í klúbbblaði Gestgjafans 2007.

Deila uppskrift