Grænt salat með hnetum og blóðappelsínu

Ferskt, fallegt og gott grænt salat sem á vel við grillað lambakjöt af ýmsu tagi.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 eikarlaufssalathöfuð eða annað gott salat
 ferskar kryddjurtir eftir smekk, t.d. ítölsk steinselja, klettasalat, basilíka eða annað
 25 g pekanhnetur eða kasjúhnetur
 1 blóðappelsína (má sleppa eða nota venjulega appelsínu)
 jómfrúarolía
 sjávarsalt og pipar eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Rífið niður salatið og kryddjurtirnar og setjið í skál. Hellið jómfrúarolíu yfir eftir smekk. Ristið hneturnar á pönnu eða á grillinu og stráið yfir. Skerið börkinn af blóðappelsínunni, skerið hana í geira og raðið ofan á.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​