Grænt salat með hnetum og blóðappelsínu

Ferskt, fallegt og gott grænt salat sem á vel við grillað lambakjöt af ýmsu tagi.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 eikarlaufssalathöfuð eða annað gott salat
 ferskar kryddjurtir eftir smekk, t.d. ítölsk steinselja, klettasalat, basilíka eða annað
 25 g pekanhnetur eða kasjúhnetur
 1 blóðappelsína (má sleppa eða nota venjulega appelsínu)
 jómfrúarolía
 sjávarsalt og pipar eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Rífið niður salatið og kryddjurtirnar og setjið í skál. Hellið jómfrúarolíu yfir eftir smekk. Ristið hneturnar á pönnu eða á grillinu og stráið yfir. Skerið börkinn af blóðappelsínunni, skerið hana í geira og raðið ofan á.

Deila uppskrift