Thailenskt lambakarrý

með grænu karrý og eplum
grænt lambakarrí með eplum

Hráefni

 600 gr lambagúllas
 2 laukar
 1 grænt epli
 2 hvítlauksgeirar
 2 gulrætur
 2 tsk grænt karrímauk
 ½ tsk engifer
 400 ml kókosmjólk
 1 lime
 1 kóríander búnt- ferskt

Leiðbeiningar

1

Skerið lauk, hvítlauk og gulrætur niður í bita. Hitið olíuna á pönnu og steikið laukin og gulrætur þar til laukurinn er orðin mjúkur.

2

Að því loknu lækkið hitann og bætið við epli, hvítlauk og kryddi og látið sjóða í 2-3 mínútur.

3

Bætið kjötinu út í og steikið með blöndunni í 1-2 mínútur.

4

Hellið vatni og kókósmjólk yfir og látið sjóða í 20 mínútur.

5

Smakkið til með lime safa, salti og pipar stráið ferskum kóríander yfir karríið áður en það er borið fram með hrísgrjónum.

Deila uppskrift