Thailenskt lambakarrý

með grænu karrý og eplum
grænt lambakarrí með eplum

Hráefni

 600 gr lambagúllas
 2 laukar
 1 grænt epli
 2 hvítlauksgeirar
 2 gulrætur
 2 tsk grænt karrímauk
 ½ tsk engifer
 400 ml kókosmjólk
 1 lime
 1 kóríander búnt- ferskt

Leiðbeiningar

1

Skerið lauk, hvítlauk og gulrætur niður í bita. Hitið olíuna á pönnu og steikið laukin og gulrætur þar til laukurinn er orðin mjúkur.

2

Að því loknu lækkið hitann og bætið við epli, hvítlauk og kryddi og látið sjóða í 2-3 mínútur.

3

Bætið kjötinu út í og steikið með blöndunni í 1-2 mínútur.

4

Hellið vatni og kókósmjólk yfir og látið sjóða í 20 mínútur.

5

Smakkið til með lime safa, salti og pipar stráið ferskum kóríander yfir karríið áður en það er borið fram með hrísgrjónum.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​