Grænmetisfylltir tómatar

Þessir fylltu tómatar eru tilvalið meðlæti með lambakjöti, bæði grilluðu, ofnsteiktu og pönnusteiktu kjöti. Prófið t.d. að bera þá fram með steiktum lambahrygg eða með lambakótelettum.

Pottur og diskur

Hráefni

 6-8 tómatar, meðalstórir eða stærri
 4 msk ólífuolía
 10 sm bútur af blaðlauk (hvíti hlutinn), saxaður smátt
 1 hvítlauksgeiri, pressaður
 0.5 lítið eggaldin, skorið í litla teninga
 0.5 rauð paprika, fræhreinsuð og skorin í litla bita
 0.5 gul paprika, fræhreinsuð og skorin í litla bita
 0.5 appelsínugul paprika, fræhreinsuð og skorin í litla bita
 0.5 lítill kúrbítur, skorinn í litla teninga
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Ofninn hitaður í 200°C. Tómatarnir skornir í tvennt og skafið innan úr þeim með teskeið. Raðað í eldfast fat sem penslað hefur verið með 1 msk af olíu. Afgangurinn af olíunni hitaður á stórri pönnu. Hitið afganginn af olíunni á pönnu og blaðlaukur og hvítlaukur látinn krauma við fremur vægan hita í nokkrar mínútur án þess að brúnast. Eggaldin, papriku og kúrbít bætt á pönnuna. Kryddað með pipar og salti og látið krauma í nokkrar mínútur í viðbót, eða þar til grænmetið er farið að mýkjast. Þá er því skipt jafnt á tómathelmingana, sett í ofninn og bakað í um 20-25 mínútur.

Deila uppskrift