Góðgæti drykkjurútsins

Ekki er vitað fyrir víst af hverju rétturinn hefur þetta nafn (á frummálinu kallast hann O mezes tou bekri), en hann er ljómandi góður, líka fyrir bindindisfólk. Það er hægt að bera hann fram sem pinnamat, þar sem allt er skorið í fremur litla bita og borið fram í sósunni.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambalifur
 2 lambahjörtu
 4 lambanýru
 2 laukar
 3 msk. ólífuolía
 nokkrar greinar af fersku tímíani, eða 0.5 tsk. þurrkað
 nokkrar greinar af fersku óreganói, eða 0.5 tsk. þurrkað
 nýmalaður pipar
 salt
 2 dl rauðvín
 safi úr 1 sítrónu
 100 g harður ostur, t.d. romano eða parmigiano (má sleppa)

Leiðbeiningar

1

Hitið vatn að suðu í stórum potti. Setjið lifrina (heila) og hjörtun út í og sjóðið í um 5 mínútur en takið það svo upp og látið kólna ögn. Skerið hjörtu og lifur í teninga, um 2 sm á kant. Skerið nýrun í helminga, hreinsið þau og skerið hvorn helming í 2-3 bita. Hitið olíuna á stórri pönnu. Setjið lifur, hjörtu og nýru á pönnuna og brúnið við háan hita. Bætið kryddjurtunum á pönnuna ásamt pipar og salti, hellið víni og sítrónusafa yfir og hitið að suðu. Skerið ostinn í teninga, ef hann er notaður, og dreifið yfir. Lækkið hitann og látið malla rólega í 20-30 mínútur, eða þar til allt er meyrt. Berið fram heitt.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​