Glóðarsteikt kaffikryddað lamb

Kaffi - eða öllu heldur kaffilíkjör - er kannski dálítið óvenjulegt krydd á lambakjöt en á þó ljómandi vel við, til dæmis í grillkryddlög.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg lambaframhryggur í sneiðum
 1 msk saxaður engifer
 1 dl Kahlúa kaffilíkjör
 3 msk olía
 safi úr 1 sítrónu
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Fitusnyrtið kjötið e.t.v. svolítið. Setjið saxaðan engiferinn í hvítlaukspressu og pressið safann úr honum í skál eftir því sem hægt er. Hrærið líkjör, olíu og sítrónusafa saman við, setjið kjötið út í og látið standa í 10-12 klst. Snúið kjötinu öðru hverju. Takið það síðan úr leginum og þerrið það lauslega með eldhúspappír. Hitið grillið. Kryddið kjötið með pipar og salti og grillið það við meðalhita í 5-8 mínútur á hvorri hlið, eftir þykkt bitanna. Penslið það með kryddleginum öðru hverju. Berið fram t.d. með grilluðum maís og bökuðum kartöflum.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​