Glóðaðar lambalærissneiðar með banana

Það er kannski svolítið karabískur kemur af þessum lærissneiðum, þar sem saman fara bananar, sítrónur og beikon, en gómsætt lambakjötsbragðið er þó það sem mest ber á.

Pottur og diskur

Hráefni

 6-8 lambalærissneiðar
 1 tsk sítrónupipar
 2 msk smjör
 1 msk sítrónusafi
 1-2 bananar
 6-8 beikonsneiðar
 olía til penslunar

Leiðbeiningar

1

Lærissneiðarnar kryddaðar með sítrónupipar. Smjörið brætt og sítrónusafa hrært saman við. Bananarnir skornir í tvennt og hvor helmingur klofinn í tvo hluta. Bananabiti lagður ofan á hverja lærissneið um sig og beikoninu vafið utan um kjötið og bananan. Tannstöngli eða kjötnál stungið í gegnum allt saman til að festa vel. Grillristin pensluð með olíu og lærissneiðarnar grillaðar í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Bornar fram t.d. með kaldri gráðaostssósu og bökuðum kartöflum.

Deila uppskrift