Gljáður lambaskanki

með paprikumauki og miðausturlensku byggsalati

Hráefni

Gljáðir lambaskankar
 2 stk lambaskankar
 1 l lambasoð frá Bone & Marrow
 2 l vatn
 3 stk hvítlauksgeirar
 3 stilkar rósmarín
 5 piparkorn
 1 lárviðarlauf
 1 stk laukur – niðurskorinn
Paprikumauk
 5 stk rauð paprika
 1 1/2 msk hunang
 2 stk egg
 200 ml ólífuolía
 50 gr Tindur ostur
 2 tsk salt
 1 msk ferskur pipar
 Safi úr hálfri sítrónu
Miðausturlenskt byggsalat
 15 gr graslaukur – saxaðaur
 10 gr steinselja – söxuð
 4 stk hvítlauksgeirar – saxaðir fínt
 1 tsk sjávarsalt
 2 tsk kúmenfræ – marin
 1 tsk sæt paprika – duft
 1 tsk kóríanderfræ – marin
 60 ml ólífuolía
 safi úr hálfri sítrónu
 200 gr íslenskt bygg
 1 l vatn

Leiðbeiningar

Gljáðir lambaskankar
1

Setjið allt hráefnið í eldfastan pott með loki og eldið ofni á 130°C í 3 klst.

2

Takið úr ofni, fjarlægið skankana og haldið heitum. Það sem eftir er í pottinum er soðið niður um helming.

3

Sigtið sósuna í pott og smakkið til, rífið kjötið í stórum bitum af beinunum, bætið í pottinn, hitið að suðu og berið fram.

Paprikumauk
4

Grillið paprikur í ofni eða á pönnu á háum hita þar til hýðið er orðið svart, leyfið að kólna, takið hýðið af og hreinsið innan úr þeim.

5

Sjóðið eggin í 4 mínútur og kælið. Fjarlægið eggjaskurnina, setjið í matvinnsluvél og maukið, ásamt papriku, fínt rifnum osti og hunangi.

6

Bætið ólífuolíu rólega við blönduna og bragðbætið með salti, pipar og sítrónusafa.

Miðausturlenskt byggsalat
7

Sjóðið bygg í létt söltuðu vatni í 30 mínútur eða þar til það er fulleldað, sigtið og kælið. Ath. að perlubygg passar líka vel en þarf mun styttri suðu.

8

Blandið öllu kryddi saman og bætið út í ásamt hvítlauk. Kreistið safa úr hálfri sítrónu yfir salatið og smakkið til með salti.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​