Gljáðir lambaskankar

Lambaskankar eða leggir eru ódýr en góður biti sem best er að elda lengi við fremur vægan hita. Hér eru þeir gljáðir með barbecuesósu, bragðbættri m.a. með hvítlauk og kryddjurtum.

Pottur og diskur

Hráefni

 4 lambaskankar
 6 msk barbecuesósa, t.d. Hunts Honey-Mustard
 1 msk worcestersósa
 1 msk sojasósa
 2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
 1 msk ítölsk kryddjurtablanda
 nýmalaður pipar
 1-2 msk olía

Leiðbeiningar

1

Lambaskankarnir e.t.v. fitusnyrtir og settir í skál. Allt hitt hrært saman í skál og síðan hellt yfir skankana. Plast breitt yfir og látið standa í kæli í nokkra klukkutíma og gjarna yfir nótt; snúið öðru hverju. Ofninn er svo hitaður í 170 gráður. Skankarnir teknir úr leginum og settir í eldfast fat sem penslað hefur verið með olíu. Álpappír breiddur yfir og skankarnir bakaðir í um 1 klst en þá er álpappírinn fjarlægður og skankarnir penslaðir með leginum og bakaðir í 30-45 mínútur í viðbót, eða þar til þeir eru mjög meyrir; penslaðir öðru hverju. Bornir fram t.d. með soðnum eða bökuðum kartöflum.

Deila uppskrift