Gljáðar gulrætur með skalottlauk
Gulrætur eru gott meðlæti með lambakjöti en þær verða sérstaklega ljúffengar ef þær eru gljáðar ásamt skalottlauk í svolitlu smjöri og sykri, þá verða þær sérlega sætar og bragðgóðar. Nota má appelsínusafa í staðinn fyrir vatn.
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
Snyrtið gulræturnar og burstið þær eða afhýðið ef þarf. Skerið þær í bita ef þær eru stórar. Afhýðið laukinn og snyrtið hann. Setjið smjör, sykur, pipar og salt á stóra pönnu með loki eða í víðan pott. Setjið grænmetið á pönnuna – það þarf að rúmast í einu lagi. Hellið vatni á pönnuna, svo miklu að það nái u.þ.b. upp á mitt grænmetið. Setjið lok á pönnuna, hitið að suðu og látið malla við fremur vægan hita þar til grænmetið er meyrt, smakkið og prófið ykkur áfram. Takið þá lokið af, hækkið hitann og látið sjóða þar til nær allur vökvi er gufaður upp og grænmetið er fallega gljáð. Hrærið öðru hverju gætilega í á meðan.