Gljáð hátíðarlamb með pistasíuhnetum, hunangi, ananas og rauðum perlum

Gljáð hátíðarlamb með pistasíuhnetum, hunangi, ananas og rauðum perlum
Pottur og diskur

Hráefni

 2 lambalæri
 4 dl hunang
 4 dl vatn
 200g pistasíuhnetur
 krydd á hnífsoddi: Malaðar kardímommur, kanill, pipar, malað og ristað kúmen, karrí,
 10 msk hakkaður eða saxaður ananas
 1 msk sjávarsalt
 1 msk heill rósapipar (rauðar perlur)
 Eplaturn á blöðrukáli
 12 smá epli
 hrátt hangikjöt 2-3 sneiðar í hvert epli
 400 g rjómaostur
 2 msk rifin piparrót
 2 msk hunang
 3-4 greinar fersk mynta
 smjör
 sykur og blöðrukál
 Trönuberjasósa
 1 l trönuberjasafi
 kanilstöng
 1 l kjötsoð
 2 dl rauðvín
 100 g trönuber

Leiðbeiningar

1

Skerið gróft munstur í lærið í líkingu við taflborð. Nuddið með salti og pipar.

Bakið við 180 °C í 20 mín. Takið lærið út og látið standa í 15-20 mín.

Saxið pistasíuhnetur (ekki of smátt).

Sjóðið vatn og hunang í potti ásamt kryddi.

Setjið pistasíur og sjávarsalt útí í lokin.

Dreifið helmingnum ofan á lærið og bakið lærið áfram í 30 mín. eða þar til kjarnhiti er orðinn 58-61°. Leyfið lærinu að hvíla í minnst 10 mín.

Smyrjið svo með afgang­inum af vökvanum og berið fram.

Eplaturn á blöðrukáli (1 turn á mann)
Skerið toppinn af epli, kjarnhreinsið og skerið restina í þrjár til fjórar sneiðar og steikið í smjöri og smá sykri.

Blandið saman rjómaosti, piparrót, hunangi og saxaðri myntu og smyrjið á 3 eplasneiðar.

Leggið hangikjöt á milli og raðið upp, efst kemur eplalokið með stöngli. Einnig má setja salat með.

Skerið blöðrukálið hringlaga og sjóðið í saltvatni í 3 mín. Snöggkælið og hitið svo upp með góðri olíu.

Trönuberjasósa
Sjóðið niður safa og vín með kanilstöng þar til 1/3 er eftir af vökvanum, bætið kjötsoði við og sjóðið áfram þar til góðu bragði er náð.

Bætið trönuberjunum í sósuna rétt áður en borið er fram. Sjóðið ekki.

Deila uppskrift