Gamla góða kjötsúpan hennar ömmu

Með súpujurtum og kartöflum
Kjötsúpan hennar ömmu

Hráefni

Kjötsúpan
 800 gr. feitt súpukjöt
  1,6 l vatn
  8 stk. nýjar kartöflur
  2 stk. rófur
  8 stk. gulrætur
  40 gr. þurrkaðar súpujurtir (helst með skessujurt)
 Íslenskt sjávarsalt

Leiðbeiningar

Aðferð
1

Þessi uppskrift er einföld og þægileg. Byrjið á að setja lambakjöt í pott og skolið vel í köldu vatni, hellið vatninu af, og setjið 1,6 l af vatni útí. Setjið pottinn á hellu á miðlungshita og bíðið eftir suðu.

2

Á meðan að suðan er að koma upp skerið nýjar kartöflur í fjóra bita, rófur í 6-8 bita hvora og gulrætur í 6-8 bita.

3

Þegar suðan er komin upp, fleytið froðuna sem kemur í fyrstu suðu og næsta korterið. Passið að sjóði rólega allan tímann.

4

Bætið í kartöflum, súpujurtum, gulrótum og látið sjóða í 30 min, bætið þá rófum við og sjóðið þar til þær eru eldaðar í gegn. Smakkið súpuna til með salti og berið fram rjúkandi heita.

Deila uppskrift