Franskur lambapottréttur

með perlubyggsalati
franskur lambapottréttur með perlubyggsalati

Hráefni

Franskur lambapottréttur
 1 kg lambaframhryggjarsneiðar
 4 msk olía
 2 laukar, sneiddir í báta
 2 gulrætur, grófskornar
 1 blaðlaukur, skorinn í sneiðar
 2 msk tómatþykkni
 300 ml þurrt rauðvín
 0.5 lítri soð (eða vatn og kjötkraftur)
 2 tsk dijonsinnep
 1-2 lárviðarlauf
 1 tsk timjan, þurrkað
 0.5 tsk oregano, þurrkað
Sveppa og perlubyggssalat
 100 gr perlubygg
 500 ml vatn
 1 shallot laukur
 100 g sveppir
 3 msk ólífu olía

Leiðbeiningar

Franskur lambapottréttur
1

Hitið ofnin í 160°C.

2

Þerrið kjötið með eldhúspappír og kryddið með pipar og salti eftir smekk.

3

Setjið olíu í þykkbotna pott, hitið hana og brúnið kjötið við miðlungsháan hita. Best er að brúna kjötið í 2-3 skömmtum svo ekki sé of mikið af kjöti í pottinum. Setjið kjötið til hliðar og steikið grænmeti á meðalhita þar til það byrjar að brúnast.

4

Bætið tómatþykkni saman við og helmingi af víni í pottinn. Hækkið hitann og látið sjóða þar til mest allt vínið hefur gufað upp.

5

Bætið við soði, sinnepi og kryddjurtum og hrærið vel.

6

Setjið kjötið aftur í pottinn og pottlokið ofan á og inn í ofn í klukkustund.

7

Taktið kjötið upp úr, setjið á fat og haldið því heitu. Smakkið til með pipar og salti og berið fram í pottinum.

Sveppa og perlubyggssalat
8

Setjið perlubygg og vatn í pott og sjóðið á lágum hita í 30 mínútur. Sigtið vatnið frá

9

Skerið shallot lauk og sveppi í bita og steikið á pönnu í 3-4 mínútur.

10

Bætið perlubyggi við og kryddið með salt og pipar eftir smekk.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​