Framhryggjarsneiðar í hvítvíni með rótargrænmeti og kremuðum blaðlauk

Framhryggjarsneiðar í hvítvíni með rótargrænmeti og kremuðum blaðlauk
Pottur og diskur

Hráefni

 5 framhryggjarsneiðar
 2 msk. olía til steikingar
 hálf flaska hvítvín
 2-3 lambateningar eða 3 msk. fljótandi lambakraftur
 1 sæt kartafla, skorin í bita
 2 bökunarkartöflur, skornar í bita
 1 rófa, skorin í bita
 4 stórar gulrætur, skornar í bita
 5 hvítlauksgeirar, kramdir
 2 laukar, skornir í bita
 2-3 dl vatn
 salt og pipar eftir smekk
 2 rósmaríngreinar

Leiðbeiningar

1

Stillið ofninn á 170°C. Þerrið kjötið, saltið það og piprið og steikið í olíu á pönnu þar til það verður fallega brúnað. Takið kjötið af og hellið hvítvíninu á pönnuna, sjóðið í 3 mín. og bætið við kjötkraftinum ásamt vatni. Raðið grænmetinu í ofnskúffu/eldfast mót eða ofnpott. Setjið kjötið ofan á og rósmaríngreinarnar efst. Lokið eða hyljið með álpappír. Setjð í ofninn og eldið í um 60-70 mín eða þar til kjötið byrjar að losna frá beinunum.

2

Kremaður blaðlaukur:
1-2 blaðlaukar, skornir í 2 cm sneiðar
5 dl rjómi
salt og pipar eftir smekk

3

Setjið laukinn í pott ásamt rjóma, salti og pipar. Sjóðið niður rjómann á miðlungshita í um 15-20 mín. Látið neðri hlutann aðeins brúnast í pottinum.

4

Berið fram með fersku salati.

5
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Gunnar Helgi Guðjónsson Myndir: Rakel Ósk Sigurðardóttir Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​