Framhryggjarsneiðar í hvítvíni með rótargrænmeti og kremuðum blaðlauk
Framhryggjarsneiðar í hvítvíni með rótargrænmeti og kremuðum blaðlauk
- 4-5
Hráefni
5 framhryggjarsneiðar
2 msk. olía til steikingar
hálf flaska hvítvín
2-3 lambateningar eða 3 msk. fljótandi lambakraftur
1 sæt kartafla, skorin í bita
2 bökunarkartöflur, skornar í bita
1 rófa, skorin í bita
4 stórar gulrætur, skornar í bita
5 hvítlauksgeirar, kramdir
2 laukar, skornir í bita
2-3 dl vatn
salt og pipar eftir smekk
2 rósmaríngreinar
Leiðbeiningar
1
Stillið ofninn á 170°C. Þerrið kjötið, saltið það og piprið og steikið í olíu á pönnu þar til það verður fallega brúnað. Takið kjötið af og hellið hvítvíninu á pönnuna, sjóðið í 3 mín. og bætið við kjötkraftinum ásamt vatni. Raðið grænmetinu í ofnskúffu/eldfast mót eða ofnpott. Setjið kjötið ofan á og rósmaríngreinarnar efst. Lokið eða hyljið með álpappír. Setjð í ofninn og eldið í um 60-70 mín eða þar til kjötið byrjar að losna frá beinunum.
2
Kremaður blaðlaukur:
1-2 blaðlaukar, skornir í 2 cm sneiðar
5 dl rjómi
salt og pipar eftir smekk
3
Setjið laukinn í pott ásamt rjóma, salti og pipar. Sjóðið niður rjómann á miðlungshita í um 15-20 mín. Látið neðri hlutann aðeins brúnast í pottinum.
4
Berið fram með fersku salati.
5
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Gunnar Helgi Guðjónsson Myndir: Rakel Ósk Sigurðardóttir Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir