Fljótleg lambapanna

BYGG - TÓMATAR - SOJA - LAUKAR- ELDPIPAR
Lamb í pönnu, bygg

Hráefni

Fljótleg lambapanna
 Lambakjötsafgangar
 Íslenskt bygg frá Móður Jörð
  Rauðlaukur
  Smátómatar
  Vorlaukur
 Eldpipar sneiddur
  Steinselja
  Matarolía
  Vatn
  Sojasósa
  Chilimauk eða sósa t.d. Sriracha
  Grófmulinn pipar

Leiðbeiningar

1

Hver kannast ekki við að sitja eftir með afganga í ísskápnum og vanta hugmyndir til að nýta gott lambakjöt í nýjan rétt í miðri viku? Ekki síst ef stórsteikur voru á matseðlinum síðustu helgi.
Hér er hugmynd að tekið til í kælinum lambarétti, án allra hlutfalla enda er engin leið að vita hvað er til í ísskápnum heima hjá þér þegar þetta er lesið. Svo má auðvitað nýta hugmyndina líka með nýju lambakjöti.

2

Byrjið á að setja bygg í pott, bætið við vatni og salti og sjóðið í 15-20 mínútur, þá á enn að vera ögn bit í bygginu undir tönn, eða „al dente“ eins og Ítalir vilja hafa pastað sitt. Sigtið og geymið.

3

Skerið kjötið, og rauðlauk í grófa bita, hitið víða pönnu og brúnið í olíu á meðalhita í 2-3 mínútur, bætið tómötum, vorlauk og eldpipar við og steikið í 1 mínútu, og setjið svo bygg í pönnuna. Lækkið hitann og bætið við vatni, sojasósu, chilimauki og pipar við eftir smekk. Leyfið megninu af vökvanum að gufa upp á meðan allt hitnar í gegn, Smakkið til með salti og eða sojasósu. Berið fram með t.d. flatbrauði og salati.

Deila uppskrift