Fjallagrasablóðmör

Fjallagrös voru mikið notuð í blóðmör áður fyrr og komu í stað mjöls að miklu leyti. Enn er fjallagrösum stundum bætt út í blóðmör, enda eru þau mikið hollmeti.

Pottur og diskur

Hráefni

 0.5 l fjallagrös (um 25 g)
 1 l lambablóð
 0.25 l vatn
 21 msk gróft salt
 200 g hafragrjón
 um 800 g rúgmjöl
 600 g mör, smátt brytjaður
 saumaðir vambarkeppir

Leiðbeiningar

1

Fjallagrösin þvegin og látin liggja í bleyti í nokkrar mínútur en síðan er vatninu þrýst úr þeim og þau söxuð, ekki mjög fínt (gjarna í matvinnsluvél). Blóðið síað og hrært með vatni og salti. Hafragrjónum og fjallagrösum hrært saman við, síðan rúgmjöli og loks mörnum. Sett í keppina og þeir fylltir rúmlega til hálfs. Saumað fyrir þá eða þeim lokað með sláturnálum. Saltvatn hitað í stórum potti og keppirnir settir ofan í þegar sýður, pikkaðir vel með prjóni og síðan er lok sett á pottinn og slátrið soðið í 2-2½ klst eftir stærð keppanna. Snúið öðru hverju. Keppirnir eru svo teknir upp með gataspaða og borðaðir heitir eða látnir kólna. Þá má frysta ósoðna eða soðna.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​