Fiðrildalæri með kryddjurtahjúp

Fiðrildalæri með kryddjurtahjúp
Pottur og diskur

Hráefni

 1 úrbeinað lambalæri 1,5 kg
 salt og pipar
 2 dl djion-sinnep
 kryddjurtahjúpur
 Hjúpur:
 5 dl brauðrasp
 2 stilkar rósmarín, einungis blöðin
 3 stilkar tímían, einungis blöðin
 2 stilkar oregano, einungis blöðin
 hálft búnt steinselja
 börkur af 2 sítrónum
 2 hvítlauksgeirar
 salt og pipar eftir smekk
 2 dl brætt smjör

Leiðbeiningar

1

Setjið allt sem í hjúpinn fer í matvinnsluvél og blandið vel. Ef engin matvinnsluvél er á heimilinu má saxa kryddjurtinar fínt og hræra allt saman í skál. Hitið ofninn á 200°C. Takið lærið og opnið það, fletjið út með því að skera í það að innan verðu, þetta er oft kallað fiðrildið. Látið skurðhliðina snúa upp, þerrið, kryddið með pipar og salti og smyrjið dijon-sinnepinu á sárið. Þrýstið kryddjurtahjúpnum á lærið, setjið á ofngrind með ofnskúffu undir og eldið í ofninum í 40-45 mín. Takið lærið út og látið standa í um 7-10 mín. áður en það er borið fram.

2

Sellerírótarmauk:
1 sellerírót
4 dl rjómi
salt og pipar eftir smekk

3

Afhýðið og rífið niður rótina. Setjið í pott ásamt rjóma og sjóðið við miðlungshita í um 30 mín. eða þar til rótin er orðin vel mjúk og rjóminn hefur helmingast. Saltið og piprið eftir smekk og setjið í blandara og blandið þar til maukið verður silkimjúkt. Þetta má gera fyrir fram og hita upp áður en borið er fram. Þarf þó alls ekki að vera sjóðandi heitt.

4

Berið lambið fram með fersku salati.

5
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Gunnar Helgi Guðjónsson Myndir: Rakel Ósk Sigurðardóttir Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir

Deila uppskrift