Fiðrildalæri með kryddjurtahjúp
- 5-6
Hráefni
Leiðbeiningar
Setjið allt sem í hjúpinn fer í matvinnsluvél og blandið vel. Ef engin matvinnsluvél er á heimilinu má saxa kryddjurtinar fínt og hræra allt saman í skál. Hitið ofninn á 200°C. Takið lærið og opnið það, fletjið út með því að skera í það að innan verðu, þetta er oft kallað fiðrildið. Látið skurðhliðina snúa upp, þerrið, kryddið með pipar og salti og smyrjið dijon-sinnepinu á sárið. Þrýstið kryddjurtahjúpnum á lærið, setjið á ofngrind með ofnskúffu undir og eldið í ofninum í 40-45 mín. Takið lærið út og látið standa í um 7-10 mín. áður en það er borið fram.
Sellerírótarmauk:
1 sellerírót
4 dl rjómi
salt og pipar eftir smekk
Afhýðið og rífið niður rótina. Setjið í pott ásamt rjóma og sjóðið við miðlungshita í um 30 mín. eða þar til rótin er orðin vel mjúk og rjóminn hefur helmingast. Saltið og piprið eftir smekk og setjið í blandara og blandið þar til maukið verður silkimjúkt. Þetta má gera fyrir fram og hita upp áður en borið er fram. Þarf þó alls ekki að vera sjóðandi heitt.
Berið lambið fram með fersku salati.