Steiktur lambaframhryggur

með reyktu seljurótarmauki & lambasoðssósu með aðalbláberjum, valhnetum & sítrónu blóðbergi

Hráefni

Reykt seljurótarmauk
 400 g seljurót, skræld og skorin í bita
 200 ml nýmjólk
  150 ml rjómi
  60 g smjör
  eplaedik
  salt
 þurrt hey eða annað til að reykja með
Lambasoðsósa
 2 skarlottu laukar, fínt skornir
 4 hvítlauksgeirar
 6 fersk lárviðarlauf
 1 stk stjörnuanis, kraminn
 2 g einiber, kramin
  5 g svört piparkorn kramin
 10 g fennel fræ Olía til steikingar 200 ml rauðvín 1 l lambasoð 100 g smjör
 Olía til steikingar
 200 ml rauðvín
 1 l lambasoð 100 g smjör
 100 g smjör
Ferskur lambaframhryggjarvöðvi
 1 kg lamba framhryggjarvöðvi
 4 fersk lárviðarlauf (má sleppa)
 12 g ferskt timían
  4 hvítlauksgeirar kramdir
 60 g smjör
  Olía til steikingar
  Salt og pipar

Leiðbeiningar

Uppskrift frá Gísla Matt á veitingastaðnum Skál, passar líka vel á grillið.
Reykt seljurótarmauk
1

Maukið tekur lengstan tíma og þess vegna byrjum við á því.

2

Setjið seljurót, mjólk og rjóma í víðan pott og sjóðið þar til að seljurótin er alveg meyr, passið að brenni ekki við og hrærið reglulega í. Hellið í eldfast mót og í setjið í ofn.

3

Setjið þurrt hey í annað form og inn í ofn og kveikið í. Lokið ofninum og reykið seljurótina í 1-2 klst. Sigtið vökvann frá, setjið í matvinnsluvél með smjöri og maukið, smakkið til með salti og eplaediki.

Lambasoðsósa
4

Svissið skarlottu lauk, hvítlauk í viðum potti á miðlungs hita ásamt stjörnu anis, einiberjum, fennel, piparkornum og fennelfræjum. Þegar laukurinn hefur mýkst bætið við rifnum lárviðarlaufum og rauðvíni og sjóðið alveg niður.

5

Bætið lambasoði í og sjóðið niður 3/4 eða þar til þykkt. Sigtið sósuna í annan pott og pískið smjöri saman við í lokin og smakkið til með salti og pipar.

6

Í sósuna fer svo sítrónu timían graslaukur, aðalbláber og ristaðar valhnetur rétt áður en sósan fer á lambið.

Steiktur lambaframhryggjarvöðvi
7

Kryddið lambið með salti og brúnið vel á vel heitri pönnu með olíu. Bætið smjöri, hvítlauk, lárviðarlaufum og timían og lambið eldað áfram þar til smjörið er orðið gullinbrúnt.

8

Setjið kjötið í eldfast mót með smjörinu. Eldið lambið í ofni við 160°C þar til að kjarnhiti nær 55°C, látið hvíla í a.m.k. 15 mín. áður en lambið er skorið og borið fram.

Deila uppskrift