Einfalt kartöflugratín

Einfalt kartöflugratín
Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg kartöflur, soðnar og afhýddar
 1 msk smjör
 nokkrar timjangreinar eða 1/2 tsk þurrkað timjan
 1-2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt (má sleppa)
 nýmalaður pipar
 salt
 250 ml matreiðslurjómi
 1 stórt egg

Leiðbeiningar

1

Ofninn hitaður í 210°C. Kartöflurnar skornar í nokkra hluta hver. Eldfast mót smurt með smjörinu og kartöflunum dreift í það. Kryddaðar vel með timjani, hvítlauk, pipar og salti. Matreiðslurjómi og egg hrært saman og hellt jafnt yfir. Sett í ofninn og bakað í 25-30 mínútur, eða þar til gratínið er stífnað og yfirborðið hefur tekið góðan lit.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​