Einfalt kartöflugratín

Einfalt kartöflugratín
Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg kartöflur, soðnar og afhýddar
 1 msk smjör
 nokkrar timjangreinar eða 1/2 tsk þurrkað timjan
 1-2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt (má sleppa)
 nýmalaður pipar
 salt
 250 ml matreiðslurjómi
 1 stórt egg

Leiðbeiningar

1

Ofninn hitaður í 210°C. Kartöflurnar skornar í nokkra hluta hver. Eldfast mót smurt með smjörinu og kartöflunum dreift í það. Kryddaðar vel með timjani, hvítlauk, pipar og salti. Matreiðslurjómi og egg hrært saman og hellt jafnt yfir. Sett í ofninn og bakað í 25-30 mínútur, eða þar til gratínið er stífnað og yfirborðið hefur tekið góðan lit.

Deila uppskrift