Brasseraðir lambaskankar

Með bökuðum rauðlauk
Bóndadagsskankar með rauðvínssósu

Hráefni

Lambaskankar
 u.þ.b. 1 tsk. sjávarsalt
 u.þ.b. ½ tsk. svartur pipar, nýmalaður
 4 stk. lambaskankar
 3-4 msk. ólífuolía
 3 rauðlaukar
 2 rósmaríngreinar
 3 tímíangreinar
 200 g sveppir, grófskornir
 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
 15 g smjör, ósaltað
Rauðvínssósa
 2 skallottulaukur
 1-2 msk olía
 2 1/2 dl rauðvín eða krækiberjasaft
 2 rósmaríngreinar
 2 tímíangreinar
 2 1/2 dl kjúklingasoð eða lambasoð
 1-2 msk smjör
 Sjávarsalt
 svartur pipar

Leiðbeiningar

Lambaskankar
1

Hitið ofn í 150°C.

2

Kryddið lambaskankana með salti og pipar, látið í eldfast mót ásamt kryddjurtum og hellið olíu yfir. Eldið í 1 ½ – 2 klst. eða þar til kjötið fellur auðveldlega af beininu.

Setjið rauðlauk heilan með hýðinu með og eldið með í u.þ.b 1 klst.

3

Hitið pönnu með 1 msk. af olíu og steikið sveppina í 5-6 mín. bætið við hvítlauk og smjöri, steikið áfram í 1 mín. og bragðbætið sveppina með salti og pipar.

4

Takið hýðið af rauðlauknum og skerið í fernt. Berið lambaskankana fram með rauðlauk, steiktu sveppunum og rauðvínssósu.

Rauðvínssósa
5

Skerið skallottulauk smátt og steikið varlega upp úr olíu í 3-4 mínútur.

6

Bætið við rauðvíni, rósmarín og timjan og sjóðið niður um helming.

7

Bætið við soði, sjóðið aftur niður um helming, sigtið svo frá kryddið og laukinn.

8

Setjið sósuna aftur í pottinn, smakkið til með salti og pipar, bætið smjörinu við og hrærið vel þar til smjörið hefur bráðnað.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​