Bökuð kartöflustappa með sólþurrkuðum tómötum

Bökuð kartöflustappa með sólþurrkuðum tómötum
Pottur og diskur

Hráefni

 1,5 kg kartöflur
 salt
 3 msk. ólífuolía (eða olía af sólþurrkuðu tómötunum)
 100 ml mjólk (eða eftir þörfum)
 1/2 tsk. múskat (má sleppa)
 nýmalaður pipar
 75 g sólþurrkaðir tómatar
 6 msk. nýrifinn parmesanostur

Leiðbeiningar

1

Kartöflurnar flysjaðar og soðnar í saltvatni þar til þær eru vel meyrar. (Einnig má sjóða þær í hýðinu og flysja þær svo.) Stappaðar mjög vel með ólífuolíunni. Mjólkin hituð og hrært saman við; meiri vökva bætt við ef stappan er hnausþykk. Krydduð með múskati, pipar og salti eftir smekk. Sólþurrkuðu tómatarnir saxaðir gróft og hrært saman við. 4 matskeiðum af parmesanosti hrært saman við stöppuna, hún sett í vel smurt, eldfast mót og afganginum af ostinum stráð yfir. Ofninn hitaður í 220°C. Stappan bökuð í 20-30 mínútur, eða þar til yfirborðið er farið að taka lit.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​