Bláberjalegið lambalæri með bláberjasósu

Bláberjalegið lambalæri með bláberjasósu
Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambalæri, helst án lykilbeins
 15 bláber
 2 tsk. tímíanlauf

Leiðbeiningar

1

Stingið 15 göt á lambalærið með svolitlu millibili. Stingið einu bláberi í hvert gat ásamt tímíanlaufum. Setjið lærið í eldfast mót og hellið helmingnum af bláberjakryddleginum yfir. Penslið leginum vel utan á allt lærið. Geymið í kæli í 12-24 klst. Bakið lærið við 150°C í 1 ½ klst. Penslið afganginum af kryddleginum á lærið og bakið í 30 mín. í viðbót. Saltið þá lærið. Berið lærið fram með bláberjasósunni og t.d. blönduðu grænmeti og steiktum kartöflum.

2

Bláberjakryddlögur:

3

1 tsk. nýmalaður pipar
1 askja bláber
2 msk. bláberjasulta
1-2 tsk. tímíanlauf
2 msk. bláberjaedik eða balsamedik
2 msk. portvín eða rauðvín
1 ½ dl olía

4

Setjið allt nema olíu í matvinnsluvél og maukið vel. Hellið þá olíunni í mjórri bunu í vélina og látið hana ganga á meðan.

5

Bláberjasósa:

6

allt soð úr ofnskúffunni
4-5 dl vatn
sósujafnari
30 g kalt smjör
salt og nýmalaður pipar

7

Hellið soði úr ofnskúffunni í pott og skafið alla steikarskófina í pottinn líka. Bætið vatni í pottinn og þykkið með sósujafnara. Takið pottinn af hellunni, bætið smjöri saman við og hrærið þar til smjörið hefur bráðnað. Smakkið til með salti og pipar.

8
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Kristinn Magnússon Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir

Deila uppskrift