Bláberjalegið lambalæri með bláberjasósu

Bláberjalegið lambalæri með bláberjasósu
Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambalæri, helst án lykilbeins
 15 bláber
 2 tsk. tímíanlauf

Leiðbeiningar

1

Stingið 15 göt á lambalærið með svolitlu millibili. Stingið einu bláberi í hvert gat ásamt tímíanlaufum. Setjið lærið í eldfast mót og hellið helmingnum af bláberjakryddleginum yfir. Penslið leginum vel utan á allt lærið. Geymið í kæli í 12-24 klst. Bakið lærið við 150°C í 1 ½ klst. Penslið afganginum af kryddleginum á lærið og bakið í 30 mín. í viðbót. Saltið þá lærið. Berið lærið fram með bláberjasósunni og t.d. blönduðu grænmeti og steiktum kartöflum.

2

Bláberjakryddlögur:

3

1 tsk. nýmalaður pipar
1 askja bláber
2 msk. bláberjasulta
1-2 tsk. tímíanlauf
2 msk. bláberjaedik eða balsamedik
2 msk. portvín eða rauðvín
1 ½ dl olía

4

Setjið allt nema olíu í matvinnsluvél og maukið vel. Hellið þá olíunni í mjórri bunu í vélina og látið hana ganga á meðan.

5

Bláberjasósa:

6

allt soð úr ofnskúffunni
4-5 dl vatn
sósujafnari
30 g kalt smjör
salt og nýmalaður pipar

7

Hellið soði úr ofnskúffunni í pott og skafið alla steikarskófina í pottinn líka. Bætið vatni í pottinn og þykkið með sósujafnara. Takið pottinn af hellunni, bætið smjöri saman við og hrærið þar til smjörið hefur bráðnað. Smakkið til með salti og pipar.

8
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Kristinn Magnússon Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​