Bláberjakryddað lambalæri

með rósakáls- og kartöflusalati & frískandi gúrku- og piparrótarsósu

Hráefni

Lambalæri með bláberjum
 1 stk. lambalæri
 50 ml matarolía
 50 gr aðalbláber
 ferskt timían
 salt og pipar
Rósakáls og kartöflusalat
 600 gr litlar kartöflur soðnar
 200 gr rósakál
 200 gr smjör
 100 gr valhnetur
 2 msk graslaukur fínt skorinn
 salt og pipar
Gúrku og piparrótarsósa
 200 gr sýrður rjómi 18%
 100 gr gúrku relish
 10 gr piparrót
 salt

Leiðbeiningar

1

Njóttu samverunnar með þínu uppáhalds fólki og eldaðu þessa einföldu uppskrift af alíslensku lambalæri með bláberjum um jólin.

Lambalæri með bláberjum
2

Hitið ofninn í 180°C, skerið nokkrar grunnar raufar í lærið. Grófsaxið tímían og merjið bláberin og blandið við olíuna. Nuddið blöndunni á lærið og kryddið með salti og pipar. Eldið í u.þ.b. 1 1/2 klst. Eða þar til kjarnhiti nær 65°C. Hvílið í 15 mín áður en lærið er skorið.

Rósakáls og kartöflusalat
3

Ristið valhnetur á bakka í ofni á 160°C í 10 mín, skerið kartöflur í tvennt. Snyrtið rósakálið og rífið niður í lauf. Setjið kartöflur á heita pönnu með smjöri, látið smjör og kartöflur byrja að brúnast og bætið þá rósakáli, valhnetum og graslauk út í. Kryddið til og berið fram.

Gúrku og piparrótarsósa
4

Blandið saman í skál og kryddið með salti.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​