Bláberjamarinerað lambalæri

með rósakáls- og kartöflusalati & frískandi gúrku- og piparrótarsósu

Hráefni

Lambalæri með bláberjum
 1 stk. lambalæri
 50 ml matarolía
 50 gr aðalbláber
 ferskt timían
 salt og pipar
Rósakáls og kartöflusalat
 600 gr litlar kartöflur soðnar
 200 gr rósakál
 200 gr smjör
 100 gr valhnetur
 2 msk graslaukur fínt skorinn
 salt og pipar
Gúrku og piparrótarsósa
 200 gr sýrður rjómi 18%
 100 gr gúrku relish
 10 gr piparrót
 salt

Leiðbeiningar

1

Njóttu samverunnar með þínu uppáhalds fólki og eldaðu þessa einföldu uppskrift af alíslensku lambalæri með bláberjum um jólin.

Lambalæri með bláberjum
2

Hitið ofninn í 180°C, skerið nokkrar grunnar raufar í lærið. Grófsaxið tímían og merjið bláberin og blandið við olíuna. Nuddið blöndunni á lærið og kryddið með salti og pipar. Eldið í u.þ.b. 1 1/2 klst. Eða þar til kjarnhiti nær 65°C. Hvílið í 15 mín áður en lærið er skorið.

Rósakáls og kartöflusalat
3

Ristið valhnetur á bakka í ofni á 160°C í 10 mín, skerið kartöflur í tvennt. Snyrtið rósakálið og rífið niður í lauf. Setjið kartöflur á heita pönnu með smjöri, látið smjör og kartöflur byrja að brúnast og bætið þá rósakáli, valhnetum og graslauk út í. Kryddið til og berið fram.

Gúrku og piparrótarsósa
4

Blandið saman í skál og kryddið með salti.

Deila uppskrift