Bláberjakryddað lambalæri

með bökuðum rauðlauk og rauðrófum
Bláberjakr. lambalæri

Hráefni

Lambalæri
 2 kg lambalæri á beini
  1 msk. hunang
  ½ dl. olía
  1 msk. garðablóðberg
  250 g bláber
Bakaður rauðlaukur og rauðrófur
 2 rauðlaukar, skornir í fjóra báta
  2 rauðrófur, skornar í báta
 2 tsk. salt
  1 ½ tsk. nýmalaður svartur pipar

Leiðbeiningar

Lambalæri
1

Hitið ofn í 200°C. Blandið hunangi, olíu, garðablóðbergi, salti og pipar saman í skál og makið á lærið setjið 200 g af bláberjum yfir. Bakið í ofni í 15-20 mínútur, takið þá út og ausið bláberjasoðinu sem hefur myndast í botninum yfir lærið.

2

Lækkið hitann í 120°C. Setjið lærið aftur inn og steikið í 1-1 1/2 klst. eftir stærð, ausið berjasoðinu reglulega yfir, þannig verður lærið safaríkara. Látið lærið hvíla með álpappír yfir í a.m.k. 10 mínútur eftir eldun áður en það er borið fram.

Við mælum alltaf með notkun kjarnhitamælis til að ná því eldunarstigi sem þið óskið. Nánar í fræðslukaflanum okkar.

Bakaður rauðlaukur og rauðrófur
3

Þegar u.þ.b. 1 klst. er eftir af eldunartímanum setjið þá laukana og rauðrófurnar í ofnfatið með lærinu.

Tillögur að öðru meðlæti eru grillaðar kartöflur eða kartöflusalat og ferskt gott salat.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​