Birki- og blóðbergslambalæri

Lambakjöt er ljúft og á alltaf við og ekki síst núna þegar hitastigið fer lækkandi og fallegu haustlitirnir koma fram til að vitna um dýrðlegt og gjöfult sumarið. Þessi uppskrift er úr haustblaði Gestgjafans 2012 í umsjón Úlfars Friðbjörnssonar matreiðslumeistara.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambalæri, helst án lykilbeins
 1 dl blóðbergslauf, ekki blómin
 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
 1 dl olía
 1 ½ tsk. nýmalaður pipar
 4-6 birkigreinar með laufum
 1 msk. Maldon-salt

Leiðbeiningar

1

Setjið lambalæri í stóran, vatnsheldan poka.

Blandið blóðbergi, hvítlauk, olíu og pipar saman í skál og hellið kryddleginum yfir lambalærið. Kælið í 24 klst. og snúið lærinu öðru hvoru á meðan.

Leggið 2 birkigreinar í ofnskúffu og setjið lærið ofan á.

Saltið lærið og leggið restina af birkigreinunum ofan á það. Steikið við 180°C í 70 mín.

2

Blóðbergssósa:

3

5 dl vatn
2 msk. olía
1 laukur, smátt saxaður
2 msk. blóðbergslauf, ekki blómin
1 lárviðarlauf
2 dl hvítvín eða mysa sósujafnari
40 g kalt smjör í teningum
1 msk. lambakraftur
salt og nýmalaður pipar

Hellið vatni í ofnskúffuna með lambalærinu þegar 15 mín. eru eftir af steikingartímanum.

Hellið soðinu úr skúffunni þegar lærið er tilbúið og sigtið það í pott. Hitið olíu í öðrum potti og látið lauk krauma í 2 mín. án þess að brúnast.

Bætið þá blóðbergslaufum saman við ásamt lárviðarlaufi og hvítvíni. Sjóðið vínið niður um ¾.

Hellið þá soðinu í pottinn og þykkið með sósujafnara. Takið pottinn af hellunni og bætið smjöri saman við. Hrærið í með písk þangað til smjörið er bráðnað.

Smakkið til lambakrafti, salti og pipar.

4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson

Deila uppskrift